Nýttu lausnir Alskila - Njóttu tímans
Tilkynning 19. september 2016
Eru félagsgjöld í vanskilum?
Hefur þú kynnt þér frum- og milliinnheimtu Alskila?
Hefur þú kynnt þér þjónustuvef Alskila?
Hefur þú kynnt þér greiðslumiðlun Alskila?
Sparaðu þér tíma, fé og fyrirhöfn við innheimtuna.
Láttu Alskil um verkið og sparaðu dýrmætan tíma.

Öryggiskröfur

Allt frá stofnun Alskila hefur höfuðáhersla verið lögð á að tryggja öryggi í meðferð fjármuna og allra gagna sem fara um kerfi Alskila og Kollekta. Öryggi er grundvallarþáttur í starfsemi félagsins og hvergi slegið af í þeim efnum.

Örugg greiðslumiðlun
Alskil tryggja öryggi kröfuupplýsinga með því að hafa öll viðkvæm netsamskipti dulkóðuð. Í rafrænum samskiptum viðskiptavina og Alskila er notast við SSL gagnasamskipti.

Rafræn samskipti við bankastofnir eru með tvöföldu öryggi. Þar er bæði notast við SSL dulkóðun og rafræn skilríki til auðkenningar.

Alskil eru með rafrænar tengingar við allar helstu bankastofnanir í landinu.

Til að tryggja örugga meðhöndlun á pappírsgögnum/reikningum eru Alskil í samstarfi við traust fyrirtæki sem sjá um prentun og pökkun útsendra gagna.

Örugg gagnageymsla
Alskil eru með öll gögn vel varin í öruggri hýsingu. Það tryggir rekstraröryggi og nær óslitinn uppitíma vélbúnaðar.
  • Öryggir verkferlar tryggja lágmarksáhættu
  • Traustir samstarfsaðilar
  • Allir fjárvörslureikningar afstemmdir daglega
  • Öll gögn dulkóðuð og afrituð daglega