Nýttu lausnir Alskila - Njóttu tímans
Eru félagsgjöld í vanskilum?
Hefur þú kynnt þér frum- og milliinnheimtu Alskila?
Hefur þú kynnt þér þjónustuvef Alskila?
Hefur þú kynnt þér greiðslumiðlun Alskila?
Sparaðu þér tíma, fé og fyrirhöfn við innheimtuna.
Láttu Alskil um verkið og sparaðu dýrmætan tíma.
Tilkynningar

Vegna lokana í bankakerfinu um hátíðarnar

13. desember 2016

Kæru viðskiptavinir

Bankahreyfingar 23.12.2016 verða í uppgjöri 27.12.2016.
Bankahreyfingar 24.12 til 26.12 í uppgjör 28.12.2016.

Bankahreyfingar 30.12 verða í uppgjöri 2.1.2017.

Hækkun póstburðagjalda hjá Íslandspóst

19. september 2016

Kæru viðskiptavinir

Gjaldskrá Íslandspóst hækkar einu sinni til þrisvar á ári sem leiðir til hækkunar á kostnaði við útsendingu. Kostnaður við rafræna afhendingu hefur hins vegar staðið í stað.

Sem dæmi er tekin hækkun á B pósti:

Frá og með júlí 2016 var sending á B pósti á 160 kr

Frá og með janúar 2016 var sending á B pósti á 155 kr

Frá og með október 2015 var sending á B pósti á 137 kr

Frá og með apríl 2015 var sending á B pósti á 132 kr

Frá og með janúar 2015 var sending á B pósti á 125 kr

Fréttir frá Alskilum í upphafi sumars

14. júní 2016

Ívar Ragnarsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Alskila hf. Ívar hefur sinnt ýmsum stjórnunar-
og ábyrgðarstörfum í áranna rás, síðast um tíma sem þjónustustjóri hjá Bílabúð Benna og þar áður um
árabil hjá N1 við stjórnun söludeilda á fyrirtækjamarkaði, viðskiptaþróun o.fl. Áður starfaði Ívar í nokkur ár
hjá Landsteinum Streng við verkefnastjórnun í upplýsingatækni og ráðgjöf. Ívar er
Rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst og með MBA gráðu með áherslu á
mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Alskil hf. sem fagnar í þessum mánuði 10 ára afmæli, er þjónustufyrirtæki sem byggir starfsemi sína,
sem er innheimtuþjónusta, að verulegu leyti á hugbúnaðar- og tæknilausnum, allt frá útgáfu reiknings
til löginnheimtu. Áhersla er á að veita kröfueigendum heilsteypta þjónustu við greiðslumiðlun og
innheimtu krafna, í samstarfi við Kollekta lögfræðiinnheimtu ef til löginnheimtu þarf að koma.
Starfsfólk þessara félaga hefur áralanga reynslu í greiðslumiðlun og innheimtu krafna á öllum stigum
innheimtu.

Með ráðningu Ívars er verið að bæta við liðsmanni til að stjórna daglegum rekstri, leiða
starfsmannahópinn og skerpa áherslur með það að markmiði að veita enn betri þjónustu, eftirfylgni og tengsl
á öllum sviðum.

Samhliða þessari breytingu verður áhersla á framþróun í tæknilausnum og þjónustu á því sviði aukin
og mun Sigurður Gauti Hauksson tölvunarfræðingur beina kröftum sínum í enn meira mæli að þeim þáttum.
Nú í afmælismánuðinum, líkur heildarendurgerð á grunn hugbúnaðarlausn félagsins með útgáfu
Miðgarðs 1.0 sem Sigurður á stærstan heiðurinn af og er lykilþáttur í starfseminni. Með nýrri útgáfu opnast
enn betri, fjölbreyttari og sveigjanlegri möguleikar í tækni og allri þjónustu.
Að sama skapi mun Pétur M. Jónsson hdl. nú einbeita sér enn frekar að verkefnum Kollekta
lögfræðiinnheimtu með það að markmiði að gera þar góða þjónustu betri varðandi þau mál sem
löginnheimtu og lögfræðiráðgjafar þarfnast.

Ég vænti þess að allt framangreint verði lyftistöng fyrir Alskil og þjónustu þess við umbjóðendur sína og
þannig bæði félaginu og umbjóðendum þess til framdráttar. Ég vil jafnframt hvetja viðskiptavini félagsins
til að vera í góðu sambandi við starfsmenn þess. Allar ábendingar varðandi þjónustu félagsins, ef betur mætti fara,
eru vel þegnar. Líka hrós til starfsmanna þess þar sem það á við.

Reykjavík 14. Júní

Með sumarkveðju.

Guðjón Ármann Jónsson hrl. og stjórnarformaður