Nýttu lausnir Alskila - Meiri tími í kjarnastarfsemina
Sparaðu þér tíma, fé og fyrirhöfn við innheimtuna.
Eru félagsgjöld í vanskilum?
Hefur þú kynnt þér þjónustuvef Alskila?
Hefur þú kynnt þér greiðslumiðlun Alskila?
Láttu Alskil um verkið og sparaðu dýrmætan tíma.

Vanskilainnheimta

Vanskilainnheimta Alskila fylgir skýrum verkferlum sem skila kröfuhöfum hraðara fjárstreymi og betra utanumhaldi um útistandandi kröfur og jafnframt lækkar kostnaður hjá greiðendum sem bregðast strax við.

Kappkostað er að sníða innheimtuferli Alskila að óskum hvers viðskiptavinar og áhersla lögð á góð samskipti við greiðendur, viðskiptavini kröfuhafa.
 • Innheimtuferlið sett upp með kröfuhafa í upphafi samtarfs
 • Lögbundin innheimtuviðvörun fer alltaf áður en milliinnheimta hefst

Fruminnheimta

Ef kröfuhafi nýtir ekki greiðslumiðlun Alskila er fruminnheimta, sem er lögbundin innheimtuviðvörun, fyrsta skrefið. Miðað er við að senda innheimtuviðvörun 4-10 dögum eftir eindaga.

Fruminnheimta skv. lögum nr. 95 frá 2008 er áminning á greiðanda áður en millliinnheimta hefst.


Milliinnheimta

Ef krafa er ekki greidd í fruminnheimtu fer hún í milliinnheimtu hjá Alskilum. Milliinnheimtuferlið er skipulagt með kröfuhafa í upphafi samstarfs. Þar er byggt á víðtækri reynslu starfsfólks Alskila ásamt þörfum og óskum kröfuhafa. Milliinnheimtubréf eru send út á 2-3 vikna fresti og þeim fylgt eftir með símtölum. Jafnframt er reynt að ná samkomulagi við þá greiðendur sem ekki geta greitt alla kröfuna strax.

Samskipti milli Alskila og greiðenda er hægt að sjá á þjónustuvef. Þannig getur kröfuhafi fylgst með gerðum samningum og hvort greiðandi stendur við umsamdar greiðslur.

Milliinnheimtuferli Alskila lýkur með útsendingu lokaviðvörunar og símtali í kjölfarið.

Ef krafa er ógreidd eftir lokaviðvörun og ekki náðst samkomulag við greiðanda, er komið að því að kröfuhafi leggi mat á það með Alskilum hvort krafan verði send í löginnheimtu eða vísað í sérstaka kröfuvakt.
 • Betri yfirsýn yfir útistandandi kröfur á þjónustuvefnum
 • Kröfuhafi ákveður hvað gera skal við ógreiddar kröfur eftir lokaviðvörun
 • Rafræn tenging kröfuhafa við Alskil er fyrsta skrefið til árangurs í innheimtu
 • Gögn send til Alskila beint úr bókhaldskerfi kröfuhafa
 • Greiðsluupplýsingar lesnar inn í bókhald kröfuhafa líkt og frá banka

Löginnheimta

Löginnheimta

Alskil er í samstarfi við Kollekta lögfræðiinnheimtu um aðgerðir vegna löginnheimtu.

Það er ákvörðun kröfuhafa hvort hann sendir kröfur í lögfræðiinnheimtu eða í kröfuvakt og þar er starfsfólk Alskila honum til ráðgjafar. Við ákvörðun um löginnheimtu nýtist þekking og áralöng reynsla starfsfólks Alskila og Kollekta til að meta hvað best er að gera.

Sjá meira um löginnheimtu hér
 • Ráðgjöf um allar aðgerðir, komi til löginnheimtu
 • Bjóðum upp á sérhæfða vanskilainnheimtu í samstarfi við Kollekta lögfræðiinnheimtu

Löginnheimta

Alskil er í samstarfi við Kollekta lögfræðiinnheimtu um aðgerðir vegna löginnheimtu.

Það er ákvörðun kröfuhafa hvort hann sendir kröfur í lögfræðiinnheimtu eða í kröfuvakt og þar er starfsfólk Alskila honum til ráðgjafar. Við ákvörðun um löginnheimtu nýtist þekking og áralöng reynsla starfsfólks Alskila og Kollekta til að meta hvað best er að gera.

Sjá meira um löginnheimtu hér


Kröfuvakt

Innheimtist krafan ekki við hefðbundnar innheimtuaðferðir má setja kröfu í kröfuvakt.

Í kröfuvakt eru greiðanda sendar reglulegar áminningar í formi bréfa og símhringinga, ásamt uppflettingu í vanksilaskrá CreditInfo og samlestri við auglýsingar í Lögbirting o.fl. Krafan er metin og kröfuhafa ráðlagt um meðferð kröfunnar miðað við aðstæður greiðanda og fjárhæð krafna.
 • Almenn krafa fyrnist á 4 árum frá gjalddaga
 • Hægt er að lengja fyrningafrest í 10 ár með því að fá dóm fyrir skuldinni
 • Kröfuhafi getur á hverjum tíma fært kröfur úr kröfuvakt í réttarfarsaðgerðir